Bílastæðamálun BS Verktaka

Frá árinu 1988 hafa BS Verktakar boðið fyrirtækjum, bæjarfélögum, húsfélögum og öðrum upp á málun bílastæða og aðrar skildar merkingar svo sem stæði fatlaðra, örvamerkinga, gangbrauta bannsvæða o.s.frv. BS verktakar búa yfir fullkomnum tækjakost og nota eingöngu þar til gerða gatnamálningu sem samþykkt er af Vegagerð ríkisins. Rétt tæki og rétt efni tryggja hámarks endingu merkinga BS bílastæðamálunar.

Til þess að bílastæðin nýtist sem best þurfa þau að vera vel og greinilega merkt. Við þekkjum öll vandann sem skapast þegar einn bíll tekur 2-3 stæði. Auk þess eru vel máluð stæði prýði fyrir húseignina.

Undanfarin ár höfum við séð um vegmerkningar fyrir bæjarfélög t.d. Akureyarbæ og fleiri.

BS Verktakar búa yfir góðum tækjakost og mikilli reynslu í bílastæðamálun.


Umbúðir og afgangar sem til falla við málun bílastæða fer til endurvinnslu.